Kæru Viðskiptavinir,

 

Artisant var stofnað árið 2010 sem óður til ástríðu minnar fyrir sköpun og hönnun. Mér hefur lengi þótt mikið rými vera til staðar hérlendis hvað varðar tækifærisgjafir. Og því ákváð ég að ráðast í þetta skemmtilega verkefni. Tíminn sem fer í vöru- og hugmyndaþróun er alltaf skemmtilegur. Hvert einasta smáatriði korta og albúma minna hefur fengið snert af hug mínu og hjarta. Það er mín von að það ferli sem á undan er gengið skili sér í fallegri kveðju á sérstöku korti þegar fanga á einstakt augnablik eða hjálpa við að gera sérstök tilefni ennþá sérstakari.

 

Ástæðan fyrir því að ég tel vörur mínar einstakar er m.a. sú staðreynd að hér er um handunna vöru að ræða. Ég gæti þess m.a. ávallt að velja aðeins besta skrapppappír sem völ er á hverju sinni. Gæði er eitt af lykilgildum hjá mér og vil ég  að slík gildi endurspeglist í þeim vörum sem ég býð uppá. 


Hver einasta vara sem boðið er uppá hjá Artisant er handverk, og er það stefna fyrirtækisins að selja einungis handunnar vörur. Ég legg alla mína reynslu, ástríðu og athygli í sköpunarverkið hverju sinni. Það er mér mikil ánægja að geta boðið uppá þessa þjónustu og ég vona að það skili sér til viðskiptavina minna.

 

Kær Kveðja

Aneta Matuszewska

Artisant - artisant@artisant.is - Hlíđasmára 8, 201 Kópavogur
© 2011 Uppsetning og hönnun Hýsir.is